top of page

Lestur

Þegar fólk les kemst það inn í annan heim og útilokar sig frá sínum eigin, þegar fólk gerir það getur það haft góð áhrif og unnið gegn stressi eða kvíða. Það setur sig í spor annarra með því að lifa í gegnum allskonar persónur. Þegar fólk gerir það hugsar það ekki um sitt eigið líf vegna þess að fólk verður svo rosalega upptekið af lífi einnar eða fleiri persóna. Auk þess er ekki hægt að fylgja söguþræði bókarinnar án einbeitingar eins og þegar horft er á sjónvarp. Við getum horft á sjónvarpið og gert áætlun fyrir næsta dag en um leið og við förum að hugsa um annað við lestur töpum við þræðinum. Lestur eykur almenna kunnáttu og málfræðikunnáttu, bætir tilfinningu okkar fyrir setningarfræði og stafsetningu. Það er stundum sagt að manneskja sem les lifir þúsund sinnum en manneskja sem les ekki lifi aðeins einu sinni, sínu eigin lífi. Þegar fólk les eykst líka einbeiting, ritunarhæfileikar og minni. Við í bókaklúbbinum elskum að lesa og gerum rosalega mikið af því. Við mælum eindregið með því að lesa meira, ef þið viljið fá tillögur að bókum til þess að lesa endilega skoðið ritdómana okkar. Að meðaltali lesa stelpur meira en strákar, afhverju? Það er erfitt að segja, mögulega vegna þess að strákum þykir það ekki töff eða næs? Mörgum strákum þykir rosalega gaman að lesa og gera það oft. Það geta allir lesið sem hafa lært það, á Íslandi læra allir krakkar að lesa þegar þau eru 6 ára. Það eru virkilega mikil forréttindi að kunna að lesa og öðlast þá þekkingu.

Lestur er lykill að ótal ævintýrum. Lestur er líkamsrækt fyrir hugann. Lestur auðveldar samskipti og eykur hugmyndaflug.

Hvernig á að hvetja barnið þitt til að lesa

Mikilvægt er að hafa lestur hluta af lífi þeirra strax. Gott er að lesa bækur fyrir barnið og leyfa því að velja bækur til að láta lesa fyrir sig. Hafðu bækur sjáanlegar um allt hús og mikið af þeim inni í herbergi barnsins. Þegar þau eru ung varastu að það sé pressa á lestrinum. Með of mikilli pressu verður lestur neikvæður hlutur, leyfðu barninu að lesa eins lítið og mikið og það vill. Lestu mikið sjálf/ur og vertu þannig góð fyrirmynd, þá er mikilvægt að barnið sjái þig lesa. Gott er að gefa barninu bókasafnsskírteni. Ef barnið hefur en ekki áhuga á lestri og situr fyrir framan sjónvarpið allan daginn reyndu þá að minnka skjátímann. Ekki skamma barnið fyrir að vaka lengur ef það er að lesa. Svefn er mikilvægur en stundum má fórna honum fyrir áhuga á bókum. Farðu reglulega með barninu á bókasafnið til að skoða bækur og velja til að taka nokkrar heim. Það væri líka gott að taka bók og lesa hana saman, sem sagt skiptast á að lesa blaðsíðu fyrir blaðsíðu eða skipta köflunum á milli ykkar.

Hægt er að gera leik með bókum. T.d. gera ratleik úr bókum sem þið hafið lesið saman.

Ef þú hefur pláss þá er mjög fínt að gera lítið notalegt horn þar sem barnið getur átt góða stund með bókinni sinni.

Heimildir

bottom of page