Fangirl
Rainbow Rowell
Þessi bók fjallar um tvíburana Cath og Wren en aðalega um Cath. Sagan byrjar á því að þær systur fara í háskóla. Wren vill fara út á lífið og skemmta sér en Cath vill bara vera heima að skrifa ,,Fanfiction" um persónur sem að heita Simon Snow og Tyrannus Basilton "Baz" Pitch. Bókin fjallar að mestu leiti um hvernig Cath kemst í gegnum fyrsta árið í háskóla og hvernig það er að vera ástfangin.
Ég hef aldrei áður lesið bók eftir Rainbow Rowell en eftir að hafa lesið þessa bók varð ég ástfangin af stílnum hennar. Hún skapar persónurnar á svo raunverulegan hátt og það er hægt að tengjast þeim á svo marga vegu. Í bókinni þróar Rainbow persónurnar mjög vel. Í byrjun bókarinnar er Cath mjög hlédræg og vill eiginlega ekki eiga í samskiptum við umheiminn nema kannski til að fara í kennslustundir og vinna verkefni. Herbergisfélagi hennar Reagan dregur hana út úr skelinni og þá opnar Cath sig meira upp fyrir nýjum hlutum. Bókin tekur líka á alvarlegri málefnum svo sem geðheilsu og alkóhólisma.
Helga