Harry Potter
Harry Potter og Viskusteinninn er bók sem ég las þegar ég var yngri og um leið sökk ég ofan í Harry Potter-heiminn og hef ekki komið upp úr honum síðan. Harry Potter bækurnar eru eins og flestir vita sjö talsins með aukabókum eins og Quidditch through the ages og Tales of beedle the bard. Þær fjalla um Harry og vini hans Ron og Hermione. Þau lenda í allskonar ævintýrum á meðan þau reyna að útrýma Voldemort sem er ,,vondi karlinn’’ í sögunni. Þegar Harry Potter var u.þ.b 1 árs drap Voldemort foreldra hans og reyndi að drepa Harry, en mistókst. Í staðinn fyrir að drepa Harry dó Voldemort og allir fögnuðu þessum nýja friði sem ríkti yfir galdraheiminum. Harry Potter heimurinn er stærri en hann hefur nokkurn tímann verið, vegna Harry Potter and the cursed child leikritsins sem er sýnt í London og New York. Leikritið er um börn Harry, Hermione og Ron þegar þau eru í Hogwarts
Bækurnar um Harry í réttri röð
Harry Potter og viskusteinninn
(Harry Potter and the philosopher´s stone)
Harry Potter og leyniklefinn
(Harry Potter and the chamber of secrets)
Harry Potter og fanginn frá Azkaban
(Harry Potter and the prisoner of Azkaban)
Harry Potter og eldbikarinn
(Harry Potter and the goblet of fire)
Harry Potter og fönixreglan
(Harry Potter and the order of the phoenix)
Harry Potter og blendingsprinsinn
(Harry Potter and the half blood prince)
Harry Potter og dauðadjásnin (Harry Potter and the deathly hallows)
Bækurnar sýna aðra hlið á vinskap og kenna manni bæði að dæma fólk ekki af útlitinu og að gefa fólki annan séns. Þessar bækur breyttu virkilega lífi mínu til þess betra, ég hló og grét á meðan ég las þær. Þetta er góð klassísk bók sem allir eiga að lesa.
Við mælum allar með þessum bókum af heilum hug!
Hérna er heimasíða Harry Potter-heimsins