top of page

Lagalisti og tillaga að bók


 

Að mínu mati eru lagalistar mikilvægur hluti af því að lesa. Tónlistin hefur áhrif á hvernig okkur líður og þar af leiðandi hvernig við upplifum bókina sem að við lesum á meðan við hlustum á lögin. Þegar að ég bý til lagalista fyrir bók leita ég að öðrum lagalistum sem aðrir lesendur hafa búið til oftast um sömu bókina eða um einhverja sem er með svipaðan söguþráð. Það er best að byrja á einu lagi sem að þér finnst lýsa bókinni í heild sinni og svo kannski finna einhver önnur lög útfrá því.

Seinustu ár hef ég verið að lesa bækur sem heita School for good and evil. Þetta eru alveg geggjaðar bækur sem sína nýja hlið á klassísku ævintýrunum sem við lásum flest þegar að við vorum lítil börn. Þessar bækur eru í mikluuppáhsldi hjá mér af því að söguþráðurinn er svo ófyrirsjáanlegur þannig að maður veit aldrei hvað er að fara að gerast. Það er ekki búið að þýða þær, eins og er, á íslensku en við (bókaklúbburinn) stefnum að því að fá þær þýddar.

bottom of page