Lesblinda
Lesblinda er sértækur námsörðugleiki sem gerir manneskjunni erfitt fyrir að lesa, skrifa og í nokkrum tilfellum á manneskjan erfitt með stærðfræði. Lesblinda er ólæknanleg og manneskjan sem er greind mun vera með hana alla ævi. Það er hægt við takast á við lesblindu á ýmsan hátt en sannað hefur verið að besta leiðin er kerfisbundin þjálfun hljóðkerfisvitundar samfara lestrarkennslu. Það er mikilvægt að muna að þó að lesblinda hafi áhrif á námið hefur hún ekki áhrif á greind barnsins. Mikið af fólki sem hefur greinst með lesblindu hefur náð góðum árangri og jafnvel orðið frægt. Það er langur listi af leikurum sem hafa lesblindu.
Algengara er að strákar séu með lesblindu.
Ekki er alveg vitað hver er örsök lesblindu. Talið er að hún sé arfgeng. Lesblinda hefur áhrif á hluta heilans sem heitir gagnaugablað, það stjórnar sjón,minni, skilningarviti, tungumáli, tilfinningu og almennum skilning.
Fólk með lesblindu getur notað öll skilningarvitin í einu og geta upplifað hugsun sem veruleika.
Börn með lestrarörðuleika svo sem lesblindu finnst stundum efitt að lesa upphátt og sum börn hafa ekki gaman af því að lesa. Í Bandaríkjunum var stofnað verkefni að nafni R.E.A.D. -Reading education assistance dogs sem snérist um það að börnin fengu að lesa fyrir sérþjálfaða hunda sem gagnrýndu þau ekki né leiðréttu. Rannsóknir sýna að börnum finnst mjög skemmtilegt að lesa fyrir hunda og lesskilningur þeirra getur batnað við það. Sams konar verkefni hefur verið stofnað á Íslandi undir nafninu VIGDÍS -vinir gæludýra á Íslandi. Verkefnið hefur gengið mjög vel og fjöldi barna fengið að taka þátt. Ef þið hafið að áhuga á að vita meira um verkefnið þá er hægt að hafa samband við Margréti Sigurðardóttur, formann verkefnisins, með netfanginu: maggasig65@gmail.com.
Hljóðbækur geta gert kraftaverk og koma í veg fyrir að lesblindir fari á mis við bókmenntaheiminn. Þær geta þar að auki nýst nemendum vel í námi.
Einkenni við lesblindu geta verið:
Hugsar í myndum
Manneskja virðist vera skýr en slakar í lestri,skrift og stafsetningu
Dettur oft út og gleymir sér í dagdraumum
Ruglast á bókstöfum,tölum og orðum í lestri
Hefur mjög eða of góða heyrn
Getur reiknað talnadæmi en á erfitt með orðadæmi